Lock iconRectangle 1Rectangle 2 + Rectangle 2 CopyShapeRectangle 1

Kaleo - Kaleo (CD)

  • Sale
  • $23.99


Icelandic band KALEO
Rock
11 tracks
Nov 2013

Mosfellska hljómsveitin Kaleo hefur heldur betur vakið athygli á þessu ári. Þessir 4 ungu menn hafa komið eins og stormsveipur inní íslenskt tónlistarlíf og tekið yfir útvörp landsmanna með lögum eins og "Vor í Vaglaskógi" og "Rock'N'Roller". Eftir að hafa fylgst með Kaleo í Músíktilraunum fyrr á árinu og velgengni þeirra sl. sumar ákvað Sena að gefa út þeirra fyrstu plötu og heitir hún einfaldlega Kaleo. Á plötunni er að finna frumsamið efni frá sveitinni ásamt endurgerð þeirra af hinu sígilda dægurlagi "Vor í Vaglaskógi".

Á plötunni sýnir hljómsveitin hversu fjölbreytt hún er og má bæði heyra kraftmikið rokk og ról ásamt því að hljómsveitin sýnir sínar mýkri hliðar. Nafnið Kaleo kemur frá Hawaii og stendur fyrir "The sound". Nafnið á vel við sveitina enda eyðir hún miklum tíma í að finna réttan hljóm í hverju lagi. Það heyrist langar leiðir að gamlar rokk goðsagnir hafa haft áhrif á strákana og er gömul sál í tónlistinni. Kaleo er strax farin að vekja athygli utan landssteinana og sögðu dagskrágerðarmenn í bresku útvarpi að gaman væri að heyra eitthvað hefðbundið frá landinu sem er þekkt fyrir óhefðbundna tónlist. Það má með sanni segja að Kaleo séu endanlega búnir að stimpla sig inn í íslenskt tónlistarlíf með þessari frábæru plötu. Á plötunni er að finna lögin "Vor í Vaglaskógi", "Rock n Roller", "Pour sugar on me", "Glass House" og 7 önnur frábær lög.